37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 6. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigþrúður Ármann (SigÁ), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 32. mál - fjölmiðlar Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Herdísi Dröfn Fjeldsted og Pál Ásgrímsson frá Sýn hf. og Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur og Karólínu Finnbjörnsdóttur frá Félagi heyrnarlausra.

3) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2023–2026 og aðgerðaáætlun Kl. 10:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur og Karólínu Finnbjörnsdóttur frá Félagi heyrnarlausra.

4) Mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Alexöndru Ýr van Erven frá Landssamtökum íslenskra stúdenta og Gísla Laufeyjarson Höskuldsson frá Stúdentaráði Háskóla Íslands.

5) Önnur mál Kl. 11:17
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Nefndin samþykkti með vísan til 26. gr. þingskapa að taka til umfjöllunar endurskoðun refsiákvæða almennra hegningarlaga í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 31/2023.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:28